Open daggala opened 3 years ago
Þetta er skemmtileg pæling. Það sem mér hefur samt fundist um svona útfærslur á sambærilegum prófum er að þetta er pínu skoðana myndandi. Manneskja er kannski með sína skoðun, sér hvaða flokkur tekur afgerandi afstöðu og breytir sinni skoðun til að herma við hvað þau halda að sé rétt (samkvæmt fyrra flokks fylgi), frekar en það sem þeim finnst í raun og veru. Kannski er það bara ég samt... 🤷
Annað, hvernig sérðu þetta koma út á mobile og í embed útgáfunni?
Já ég held það sé rétt hjá þér, eflaust munu einhverjir freistast til þess að taka prófið. Ég er sammála þér að það er mikilvægt að reyna að vera eins lítið skoðanamyndandi einsog hægt er.
Ég var samt að pæla hvort það væri kannski minna skoðanamyndandi fyrir próftaka ef hann hefði í fljótu bragði sjónrænt yfirlit yfir ástæðuna á bakvið prósenturnar svo ég sting upp á því að setja svör flokkanna í niðurstöðurnar og þá getur notandinn ekki breytt svarinu. Ég gerði smá pull request, þið bara sjáið til hvað þið gerið við hana, breytið, takið eða hendið :)
Ég veit að það er nú ekki langt í kosningar en ég var að taka kosningaprófið og langaði svo mikið til að sjá svör flokkanna við hverja spurningu í kosningaprófinu. Hvað finnst ykkur? Þá gætu svör flokkana verið falin þar til notandinn hefur svarað spurningunni. Þetta getur verið praktískt ef manni finnst einhver ákveðin málefni mikilvæg og maður vill bera sitt svar við svar allra flokkana.
Ein hugmynd að útfærslu: Lista lógó flokkanna fyrir ofan svarmöguleikana, og mögulega hægt að hovera yfir lógó til að fá fullt nafn flokksins:
Ef þið eruð til í þetta þá gæti ég útfært þetta fljótlega