Open viktorsmari opened 6 years ago
Ég er með þá glóru í kollinum að lögum Pírata sé breytt með PR. Það er langtíma verkefni.
Það er ekkert tæknilega því til fyrirstöðu, en það býr til þríverknað sem núna er tvíverknaður. Annarsvegar eru lögin í kosningakerfinu og hinsvegar uppfærð handvirkt á vefnum. Ef þetta er sett í git repo er hætta á því að óljósara verði hver sé authoritative útgáfan, sem og hver ætli að viðhalda því.
On Mon, Oct 22, 2018 at 8:40 AM Viktor Smári notifications@github.com wrote:
Getum við látið lög Pírata í sérstakt repo?
Hvað er að aftra okkur frá því?
— You are receiving this because you are subscribed to this thread. Reply to this email directly, view it on GitHub https://github.com/piratar/piratar.is/issues/112, or mute the thread https://github.com/notifications/unsubscribe-auth/ABnqCYVuoFjyUExuIvrty7vVCIMP2oqwks5unYR7gaJpZM4Xy_wc .
Ég spyr því ég þekki ekki innra kerfi kosningakerfisins.
Ég var með þá flugu í kollinum @helgihg að hægt væri að setja í lög Pírata að lagabreytingatillaga krefðist þess að gera PR. Ef það snið er samskonar markdown/up/whatever og vefurinn notar þá er þetta framkvæmt bara einu sinni. Ég átta mig á að það þarf að berjast fyrir þessari breytingu og það verður ekkert auðvelt.
Ég veit það ekki. Hef bara tekið eftir því að einhver hefur passað að það sé uppfært. Væntanlega er það framkvæmdaráð eða framkvæmdastjóri.
Það er alveg hægt að láta kosningakerfið keyra git-skipun, jájá, en það er ekki nóg til að setja lögin og lagabreytingar í git. Fleiri en ein breyting á lögum geta verið í atkvæðagreiðslu yfir langan tíma og ekki er þá ljóst fyrirfram hvaða breyting nái inn og hver ekki. Ennfremur styður kosningakerfið ekki margar breytingartillögur í einu (m.a. vegna þess að það er mjög erfitt að útfæra það þannig að það sökki ekki), og þess vegna eru lagabreytingar yfirleitt gerðar sem sjálfstæð mál, og breytingarnar innfærðar handvirkt á vefinn.
Sjá dæmi: https://x.piratar.is/polity/1/agreements/
Þarna eru margar lagabreytingar sem breyta ekki lögunum í kosningakerfinu, heldur eru bara mál til samþykktar eða synjunar. Það er líklegra en ekki að fleiri en ein sé til meðferðar á sama tíma. Það þarf síðan að innfæra breytingarnar handvirkt eftirá, jafnvel í kosningakerfinu sjálfu. Þetta er vandamál sem væri kærkomið að finna almennilega lausn á, en þegar ég hef ætlað að tækla þetta hef ég lent í vandræðum með að útfæra stuðning við margar breytingartillögur í einu þar sem sumum gæti verið hafnað og aðrar samþykktar, atkvæðagreiðslan stendur yfir í langan tíma breytingartillögur geta jafnvel stangast á við hvora aðra. Lausnin samkvæmt hefðbundnum fundarsköpum er að róttækasta tillagan er afgreidd fyrst, og ef hún er samþykkt fellur sú niður sem er minna róttæk, en ef hún er felld er greitt atkvæði um minna róttæku tillöguna. Þetta er ekki svo auðvelt þegar atkvæðagreiðsla tekur viku og ekki er hægt að sjálfvirkja ákvörðunina um hvaða tillaga sé róttæk.
Öll hjálp við að finna út úr þessu væri mjög vel þegin. Kannski er mér að yfirsjást einhver snilldarlausn á þessu, en þessi git-draumur, eins góður og hann er, er erfiðari úrlausnar en maður myndi halda vegna þess að það er erfitt að forrita verklagið við hvernig breytingartillögur eru afgreiddar.
On 22.10.2018 19:27, Viktor Smári wrote:
- Hver er ábyrgur fyrir því að færa úr kerfinu og á Wordpress síðuna?
- Er hægt að láta kosningakerfið keyra scriptu sem pushar git commit á Github repo?
Github er núna komið með mjög flotta verkferla eins og að neyða X marga til að gera review til að samþykkja PR ofl. Sjá mynd:
Ef okkur er alvara með að gera ferlið betra, ættum við þá að gera tilraun með þetta í prufu-repoi?
Þá held ég að besta byrjunin sé að:
Búið.
Já, mér finnst það góð hugmynd, en hættan er sú að sá aðili sem uppfæri vefinn sé ekki tæknimaður. Er hægt að gera það nógu einfalt til að manneskja með mjög litla tölvuþekkingu geti sinnt því? Eða værir þú til í að sjá um það? Hættan er sú að tölvunördar séu ekki tiltækir þegar á þarf að halda. Það er reyndar rót stórs hluta vanda okkar almennt.
Það þyrfti a.m.k. að skrifa mjög nákvæmar og auðskiljanlegar leiðbeiningar fyrir það. En ef vefsíðan birtir beint úr git repói, þá væri geggjað að hafa þetta eins og þú lýsir.
On 24.10.2018 18:35, Viktor Smári wrote:
Þá held ég að besta byrjunin sé að:
- Sá starfsmaður sem er ábyrgur fyrir að færa lagabreytinguna inná Wordpress svæðið, færi það í staðinn inn í Git repo.
- Ekki þarf að gera neitt við kosningakerfið.
- Aðalvefsíðan mun þá bara rendera úr repoinu.
Búið.
Þetta er í raun bara copy paste í eitthvað tiltekið skjal í vefumhverfi á Github. Engar skeljaskipanir eða neitt þannig. Að mínu mati jafnvel auðveldara en að setja þetta inní Wordpress.
Paste
Ýta á græna takkann "Commit changes"
Eigum við að prófa að búa til Prufu repo? @helgihg Ert þú ekki eini með réttindi til þess?
Þetta er komið, en núna þarf helst að fjarlægja lögin af aðalsíðunni og benda frekar á log.piratar.is, svo við séum ekki að viðhalda lögunum á 2 stöðum.
Getum við látið lög Pírata í sérstakt repo?
Hvað er að aftra okkur frá því?
Hérna eru hugmyndir um að skipta henni niður í fleirri smærri einingar: https://github.com/piratar/kerfi.piratar.is/issues/5